Skýrsla stjórnar

  Stjórn

Ragnheiður Vídalín Gísladóttir, formaður og gjaldkeri

Heiðveig Magnúsdóttir, meðstjórnandi

Bryndís Ásta Ólafsdóttir, meðstjórnandi

Gunnar J. Gunnarsson, meðstjórnandi

Jóna Magnea Magnúsdóttir, meðstjórnandi

Varamenn:

Arnar Bragason

Ágúst Örn Guðmundsson

Fabio La Marca

Þjálfaramál

Yfirþjálfari Taekwondodeildar er Arnar Bragason. Aðrir þjálfarar eru María Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Ágúst Örn Guðmundsson, Haukur Skúlason, Wiktor Sobczynski og Ásta Kristbjörnsdóttir.

Aðstoðarþjálfarar – Guðni, Sigurjón, Sigurður Máni, Magnús Örn, Ellý, Hilmar, Brynjar og Örvar.

Skipulag

Hver æfingahópur var með þjálfara og einn aðstoðarþjálfara á hverri æfingu. Þess má einnig geta að þjálfarar deildarinnar eru líka að þjálfa hjá Taekwondodeild ÍR og er mikið samstarf milli deildanna.

Hópaskiptingar

Byrjendur 11 ára og yngri

Framhald 11 ára og yngri

Allir 12 ára og eldri

Keppnishópur sparring

Keppnishópur poomsae

Á vor- og haust önn 2024 var boðið upp á Krílatíma fyrir 3-5 ára börn sem Haukur Skúlason sá um.

Viðburðir

7.janúar fór fram svartbeltispróf sem þrjú félög héldu saman. Það voru tveir frá Aftureldingu sem tóku prófið, Wiktor Sobczynski 3.dan og Sigurður Máni Guðmundsson 1.dan.

13-14. janúar fór fram bikarmót 2 í Hafnarfirði. Allir stóðu sig mjög vel og var bæting á milli móta. Aþena Rán Stefánsdóttir var kona mótsins í poomsae hluta mótsins og Justina Kiskeviciute var kona mótsins í sparring hluta mótsins.

27-28 janúar fór fram Norðurlandamót sem hluti af RIG og var haldið í Laugardalshöllinni. Afturelding stóð sig mjög vel

  • Arnar Bragason norðurlandameistari
  • Sigurjón Kári Eyjólfsson Norðurlandameistari
  • Wiktor Sobczynski silfur
  • Sigurður Máni Guðmundsson brons
  • Hreiðar Ægir Jónsson brons

20.febrúar námskeið fyrir þjálfara, Forvarnir gegn meiðslum, sem Kristín Gunnarsdóttir hjá Better Elite Performance sá um.

5.mars námskeið fyrir þjálfara, Æfingar eftir meiðsli, sem Kristín Gunnarsdóttir hjá Better Elite Performance sá um.

9. mars fór fram Íslandsmót í bardaga. Wiktor Sobczynski var maður mótsins og vann alla sína bardaga. Þá fengu Ellý Guðrún Sigurðardóttir og Justina Kiskeviciute brons.

20-21 apríl fór fram bikarmót 3 á Selfossi, keppt var bæði í poomsae og sparring. Í poomsae hlutanum var Ásta Kristbjörnsdóttir kona mótsins og Patrik Bjarkason maður mótsins.

1.júní fór fram svartbeltispróf nokkur félög héldu það saman, það voru iðkendur frá Aftureldingu sem tóku próf. Þau Ásta Kristbjörnsdóttir 2. Dan, Heiðar Ægir 1. Dan, Guðni 1. Dan, Sigurjón Kári Eyjólfsson 1.poom (sem er svartabeltið fyrir yngri en 15 ára).

17. september var námskeið fyrir þjálfara og eldri iðkendur um höfuðhögg. Fengum Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttur frá Heilaheilsu.

5. október Íslandsmeistaramót í Poomsae. Afturelding varð Íslandsmeistari liða með tvöfalt fleiri stig en næsta lið og heldur næsta Íslandsmót í Poomsae. Aþena Rán Stefánsdóttir var valin kona mótsins.

16-17 nóvember Bikarmót 1. Afturelding stóð sig mjög vel og vann þó nokkur verðlaun.

Landslið

Margir iðkendur frá Aftureldingu tóku þátt í landsliðsstarfi TKÍ, bæði í poomsae og sparring.

Taekwondo fólk ársins

Þau Aþena Rán Stefánsdóttir og Wiktor Sobczynski voru valin taekwondo fólk ársins hjá Aftureldingu og hjá Mosfellsbæ. Þau stóðu sig vel á þeim á mótum sem voru á árinu og eru flottir fulltrúar taekwondo.