Skýrsla stjórnar - Körfuboltadeild
Árið 2024 var ár hrós og viðurkenninga.
Deildin var sæmd hvatningarbikar aðalstjórnar UMFA og einnig hvataverðlaun UMSK fyrir metnaðarfulla körfuknattleiksdeild og einnig fengu þrír leikmenn úr deildinni að spila með U15 landsliðinu á alþjóðlegu móti í Finnlandi. Fimm leikmenn voru valdir í æfingahópa yngri landsliða fyrir sumarið 2025 og þar af voru tveir í U15 og þrír í U16.
Drengir fæddir 2009 urðu Íslandsmeistarar í 9. flokki í fyrsta skipti í sögu KKD- Aftureldingar og var fjöldi iðkenda yfir 200 á árinu, þar af um 180 í yngri flokkum og 20 í meistaraflokki. Deildin sendi lið til keppni í öllum flokkum sem keppa til íslandsmóts 5-11.flokkur og í fjölmennari flokkum voru tvö lið. Fjölgun í yngstu hópunum 1-4 bekk var mikil og t.d. voru 52 skráðir í 3.–4. Bekk í vetur.
