Karatedeild

Árið 2024 gekk vel, ekkert alvarlegt kom upp og starfsemin með hefðbundnu sniði.  Mót voru haldin sem okkar afreks iðkendur tóku þátt í með góðum árangri.  Beltagráðun var haldin með sama sniði og vanalega. Karatedeild Aftureldingar er með 4 Kata dómara og 2 Kumite dómarar sem mæta á flest öll mót. Þeir eru : Anna Olsen, Þórður Jökull Henrysson, Elín Björg Arnarsdóttir, Gunnar Haraldsson, Þórður og Elín eru bæði með Kata og Kumite réttindi.    Í desember 2024 var Þórður Henrysson valin íþróttamaður karatedeildarinnar og tilnefndur til íþróttamanns Aftureldingar. Hann hefur hlotið þann titil síðastliðin ár, en hneppti ekki titilinn í ár.  Hann fékk einnig viðurkenningu fyrir þátttöku sína í Landsliðsverkefnum. Við sendum ekki inn tilnefningar til Íþróttamanns Mosfellsbæjar 2024 þar sem Þórður er ekki búsettur í Mosfellsbæ þó að Afturelding hafa alla tíð verið hans félag.

Yfir æfingaárið eru haldin þrjú beltapróf. Æfingaárið skiptist í tvær annir og eru beltaprófin í desember, mars og  apríl/maí. Iðkendur greiða ekki sérstaklega fyrir beltaprófin en þeir fá viðurkenningarskjal, strípur á belti eða fara upp um heilt belti á prófum. Stjórn deildarinnar hefur selt iðkendum belti.

LESA MEIRA

Félagsmenn Karatedeildar

0
FÉLAGAR
0,4%
KONUR
0,6%
KARLAR

Stjórn Karatedeildar
2024-2025

LESA MEIRA

Ársreikningur
Karatedeildar