Skýrsla stjórnar

Hjóladeild – ársskýrsla 2024

Stjórn Hjóladeildar 2024-2025

Formaður: Ólafur Örn Bragason

Gjaldkeri: Kristín Sveinsdóttir

Meðstjórnendur:

Elías Níelsson

Gissur Örlygsson

Grétar Strange

Björgvin Þorsteinsson

Þröstur Þorgeirsson (sagði sig frá störfum sumarið 2024)

 

Árið 2024 var það blómlegasta í starfsemi hjóladeildarinn hvað almenna starfsemi varðar. Nokkuð var um áherslubreytingar þar sem áhersla var lögð á að byggja upp unglingastarf deildarinnar. Fellahringurinn var haldinn með hefðbundnu sniði í ár en árið áður var eingöngu samhjól í tenglsum við bæjarhátíðina okkar, Í túninu heima.

Áherslur stjórnarinnar voru kynntar á aðalfundi en þær voru fyrst og fremst að auka fjölbreyttni almennra æfinga fyrir félagsmenn. Starf hjóladeildarinnar miðast fyrst og fremst að því að félagsmenn komi saman og njóti bæði samvistar og umhverfis. Út frá þeirri stefnu var ákveðið að skipuleggja starfið með eftirfarandi hætti:

  • Fjallahjólaæfingar fullorðinna voru tvisvar í viku, önnur æfingin tækniæfing og hin samhjól.
  • Boðið var upp á fjallahjólaæfingar fyrir unglinga á aldrinum 12-17 ára – tvisvar í viku á tímabilinu 15. apríl til 15. október. Fjöldi þátttakenda var 15 og var almenn ánægja með æfingarnar.
  • Boðið var upp á fjallahjólasamhjól fyrir konur á miðvikudögum yfir sumartímann
  • Sérstakur rafmagnsfjallahjólahópur hóf starfsemi með samhjóli einu sinni í viku.
  • Áframhaldandi samstarf var við Víking og um gagnkvæma viðurkenningu á félagaaðild, sem þýðir að okkar félagar gátu sótt götuhjólaæfingar hjá Víkingi og Víkingar fjallahjólaæfingar hjá UMFA.

Þá hefur hjóladeildin unnið að slóðagerð við Æsustaðafell í Mosfellsdal í samstarfi við Skóræktarfélag Mosfellsbæjar. Mosfellsbær gerði fjallahjóla æfingasvæði fyrir börn sem nýtist unglingastarfi deildarinnar afar vel.