Skýrsla barna- og unglingaráðs
Í stjórninni hafa verið Ólafur Hilmarsson formaður, Einar Már Hjartarsson gjaldkeri, Ingimundur Helgason meðstjórnandi, og Gunnar Magnússon yfirþjálfari.
Búið að er móta starf barna- og unglingaráðs vel síðustu ár undir handleiðslu Gunnars Magnússonar og rekstur deildarinnar gengið nokkuð vel.
Almennt hefur starfið verið að vaxa og gengið mjög vel. Stjórnin telur starfið vera á réttri braut þó alltaf sjáum við hluti sem betur mega fara.
Iðkendum heldur áfram að fjölga og þá sérstaklega hjá drengjum. Stelpum hefur fjölgað á aldrinum 6 – 13 ára en ákveðnar áskoranir í 4. flokki og fámennum 3. flokki hafa haft áhrif á heildarvöxt deildarinnar. Stjórn er mjög meðvituð um þessar áskoranir og stefna á ákveðnar aðgerðir og styrkja þannig stúlknastarf deildarinnar til að laða að nýja og fleiri iðkendur.
En mikill metnaður er tilstaðar að stækka hlutfallið kvennamegin með það að markmiði að innan nokkurra ára muni fleiri uppaldar stelpur hjálpa meistaraflokki félagsins til að finna stöðuleika í efstu deild.
Á sama tíma og við höfum verið að fjölga iðkendum höfum við aldrei átt fleiri leikmenn í yngri landsliðum Íslands. Á árinu áttum við 19 leikmenn í yngri landsliðum (15-21 árs) karla, og bæði stelpur og stráka í úrtaksverkefnum HSÍ.
3. flokkur karla varð Íslandsmeistari árið 2024, frábær árangur með stærstan hluta á miðári flokksins. En þar eru strákar sem einnig hafa stimplað sig inn í meistaraflokk félagsins í vetur og staðið sig mjög vel í þeim tækifærum sem þeir hafa fengið. Í ár eru bæði 4. og 3. flokkur karla í baráttu um íslandmeistartitil í sínum flokki.
BUR hélt fjögur mót á árinu, tvö fyrir áramót og tvö eftir áramót. Eitt mót eftir sem verður í maí. Mótin hafa gengið mjög vel og þakkar stjórnin öllum sem komið hafa að mótunum fyrir hjálpina.
Helstu nýjungar sem við tókum upp á árinu eru svo kallaðir afrekssunnudagar, en á sunnudögum þegar húsið er ekki upptekið höfum við boðið upp á aukaæfingar fyrir þá sem vilja bæta við sig með séræfingum. Aukaæfingar fyrir markmenn, skyttur, hornamenn og svo framvegis. Verkefnið er í mótun og stendur til að betrum bæta það áfram á næsta tímabili.
Eftir 5 ár hverfur Gunnar Magnússon á braut en hann hefur verið yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Gunnar hefur staðið sig frábærlega hjá Aftureldingu og tekist að efla starfið mikið og þakkar stjórnin Gunnari fyrir frábær störf og óskar honum velfarnaðar.
Félagið hefur ráðið nýjan yfirþjálfara Stefán Árnason sem verið hefur aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Stefán mun vera í fullu starfi hjá félaginu og hlökkum við mikið til samstarfsins sem þegar er hafið og erum við þessa dagana að manna þjálfarastöður fyrir næsta ár og verða þeir vonandi kynntir á næstu vikum.
Stjórn BUR handbolti Afturelding.