Fimleikadeild

Gaman að segja frá því að eldri iðkendur eru að koma aftur inn í starfið og upplifa sig part af hópum þrátt fyrir getubil og fjarveru. Iðkendur frá öðrum félögum eru að koma inn í deildina. Helsta aukning á iðkendafjölda er hjá leikskólahópum, 1. og 2. bekk og yngri keppnishópum.

Fjöldi iðkenda á vorönn 2024 var rúmlega 500 iðkendur og fjöldi iðkenda á haustönn 2024 var 550 iðkendur. 

Vorönn 2024 skráði deildin 14 lið eða 150 keppendur á 4 mót. Þegar skráningu var lokið á GK mótið yngri flokka sem er fyrsta mótið á árinu þá kom í ljós að Fimleikadeild Aftureldingar var orðið stærsta félagið í hópfimleikum yngri flokka á íslandi en rétt á eftir kom Fimleikafélagið Gerpla.

Árið 2024 fór fram Evrópumót unglinga og fullorðinna, þar sem fimleikadeild Aftureldingar átti tvo drengi í landsliði unglinga. Guðjón Magnússon var í blönduðum flokki (mixliði) og Ármann Sigurhólm Larsen í drengaliðinu.

LESA MEIRA

Félagsmenn Fimleikadeildar

0
FÉLAGAR
0,1%
KONUR
0,9%
KARLAR

Stjórn Fimleikadeildar
2024-2025

LESA MEIRA

Ársreikningur
Fimleikadeildar