Iðkendur hjá Blakdeild Aftureldingar koma úr öllum aldurshópum og því má segja að deildin sé ein stór lýðheilsudeild. Yngstu iðkendurnir sem æfðu á síðasta ári var U12 hópurinn og elstu iðkendurnir eru karla-og kvennaliðin okkar sem taka þátt í Íslandsmóti neðri deilda og á Öldungamóti BLI en sá hópur samanstendur af iðkendum frá 22ja ára aldri. Síðan erum við með afreksfólkið okkar sem spilar í úrvalsdeildum Íslandsmótsins og landsliðsfólkið okkar, bæði í A -liðum Íslands sem og unglingalandsliðunum.
Samtals tóku 122 lið þátt í Íslandsmótum BLI á leiktíðinni 2024-2025 og átti Blakdeild Aftureldingar samtals 10 lið í þeirri keppni eða 12% af þátttökuliðunum.
Yngri flokka starfið: Haldið er úti æfingum í U12, U14, U16/U18 og U20 hópum barna og unglinga. Gerð var tilraun til að bjóða U10 börnum á æfingar en það var ljóst í upphafi að það var ekki að ganga og því sjálfhætt .
BUR (Barna-og UnglingaRáð) sér um rekstur yngri flokka deildarinnar. Undanfarin ár hafa yngri flokkarnir okkar tekið þá Ítt í slandsmótum fullorðinna í neðri deildum og fengið góða spilareynslu sem er tilgangurinn með þátttökunni. Einnig hefur deildin verið með lið í 1.deild kvenna og karla og spilað sem B lið og þannig hafa ungir leikmenn fengið tækifæri til að spila og fá mikilvæga reynslu.. Auk þess taka öll okkar börn einnig þátt í Íslands-og bikarmótum yngri flokka.
BUR sendi B lið karla og kvenna í 1. deild karla og kvenna og urðu stúlkurnar í Aftureldingu B
Íslandsmeistarar B liða 2024. B liðin okkar samanstanda af ungu blökurunum okkar og er þetta mikilvægur vettvangur fyrir æfingu í alvöru leikjum og umgjörð. Ljóst er þó að það vantar fleiri stráka í blakflóruna og því verk að vinna þar.
Unglingalið í U14/U16 hópnum tóku þá í 5.deild kvenna og fengu góða reynslu og héldu þær sér í deildinni. Á árinu 2024 áttum við marga fulltrúa í æfingahópum í U17 og U19 landsliðum Íslands bæði drengja- og stúlknamegin, Sunna Rós Sigurjónsdóttir var eini fulltrúi okkar í lokahóp og var valin í bæði U17 og U19 liðið.
Úrvalsdeildir karla og kvenna. Þjálfari beggja liða var Borja Gonzales Vicente og aðstoðarþjálfari kvennamegin var Atli Fannar Pétursson og Thelma Dögg Grétarsdóttir karlamegin. Styrktarþjálfari beggja liða var Ana Maria Vidal Bouza eða Valal.
Leiktíðin 2023-2024 var söguleg því í fyrsta skipti í sögu deildarinnar fóru bæði karla-og kvennalið deildarinnar í úrslitakeppni Íslandsmótsins og spiluðu því bæði um Íslandsmeistaratitilinn. Kvennaliðið spilaði við KA eins og undanfarin ár, og karlaliðið við Hamar. Bæði liðin urðu að sætta sig við silfur sem oft er talið gulli betra þó það sé klárlega ekki í huga íþróttamannsins en frábær árangur engu að síður.
Kvennaliðið sá hins vegar til þess að bikar kæmi í bæinn því þær spiluðu sig inn í úrslit Kjöríssbikarsins og unnu KA í frábærum úrslitaleik í Digranesi og urðu þar með Bikarmeistrar 2024.
Við kvöddum þjálfarann okkar í úrsvalsdeildum Borja Gonzalez Vicente sem hafði verið hjá okkur í 5 ár sem og Valal, styrktarþjálfara og yfirþjálfara BUR eftir leiktíðina. Borja tók við sem afreksstjóri Blaksambands Íslands í maí 2024. Hann kvaddi með stæl má segja því hann var valin þjálfari ársins karlamegin auk þess að gera kvennaliðið okkar að Bikarmeisturum. Knnum við honum miklar þakkir fyrir hans aðkomu að deildinni undanfarin ár.
Úrvalslið ársins: Þar átti Afturelding besta kantsmassarann karlamegin sem var Roman Plankin og einnig besta íslenska leikmanninn sem var Hafsteinn Már Sigurðsson sem hélt utan í atvinnumennsku til Svíþjóðar í haust.
Kvennamegin áttum við 4 leikmenn í liði ársins: Uppspilarann: Daníela Grétarsdóttir, díó: Thelma Dögg Grétarsdóttir, miðja: Valdís Unnur Einarsdóttir og frelsinghann: Rut Ragnarsdóttir. Besti íslenski leikmaður deildarinnar var einnig úr Aftureldingu sem var Thelma Dögg Grétarsdóttir.
Thelma Dögg var einnig valin íþróttakona Aftureldingar árið 2024.
Blakdeild Aftureldingar fékk félagsverðlaun fyrir umgjörð leikja í Unbrokendeildunum einnig eftir leiktíðina.
Bartek Zielinski sem hafði verið leikmaður karlaliðsins árinu áður tók við þjálfun beggja liðanna í haust ásamt því að spila í úrvalsdeild karla. Atli Fannar Pétursson tók við sem styrktarþjálfari beggja liða ásamt aðstoðarþjálfari í mfl kvenna og yfirþjálfari BUR. Sigþór Helgason aðstoðaði Bartek á haustmánuðum á æfingum á meðan hann var að ná sér af meiðslum og áður en hann gat farið að æfa sjálfur.
Hjá BUR tók Atli Fannar Pétursson við yfirþjálfarastöðunni ásamt því að þjálfa 1.deildar liðið okkar og yngstu krakkana í U12 ásamt ungum iðkendum úr deildinni sem aðstoðuðu hann. Daníela Grétarsdóttir tók að sér U16/U18 hópinn og Inga Lilja Ingadóttir tók að sér U14 stúlkurnar.
Afreksstarf í hverju félagi er ákaflega mikilvægt og er það hornsteinninn í starfinu og til mikils að vinna að hafa gott og öflugt afreksstarf. Þangað stefna krakkarnir okkar sem eru að æfa og þau líta upp l leikmanna í meistaraflokkunum og því er gildi meistaraflokka í hverju íþróttafélagi ótrúlega mikið. Auk þess er afreksstarfið mikilvæg kynning hverju bæjarfélagi og sérstaklega ef vel gengur.
Til að geta haldið út öflugu og góðu afreksstarfi þar sem unga fólkið velur að iðka sínar íþróttir er þörf á áhuga allra iðkenda í deildinni og það krefst þess að allir leggi hönd á plóg og vinni að sama marki.
Afreksstarfið er ekki einkamál afreksfólksins okkar. Til að búa til afreksfólk þá þarf umgjörð utan um starfið, bæði félagslega og íþróttalega. Íþróttafólkið okkar þarf að finna að það sé metið að verðleikum fyrir það sem þau leggja á sig fyrir félagið og íþróttina og þar komum við sjálfboðaliðarnir sterkir inn.
Við þurfum fleiri og allir iðkendur innan deildarinnar þurfa að taka til sín hvað það varðar. Börnin okkar í U12, U14 og U16 hópunum hafa komið og staðið boltavakt á heimaleikjum og er það bæði skemmlegt að sjá og þau læra líka heilmikið af því að mæta og er það ákveðið félagslegt uppeldi að allir flokkar taki þátt í og aðstoði við að afreksstarfið blómstri innan félagsins og færi ég þeim miklar þakkir fyrir hvað þau hafa sinnt þessu einstaklega vel. Stjórn BUR hefur verið með veitingasölu á heimaleikjum meistaraflokkanna okkar og eru þar með hluti af umgjörðinni sem við viljum sýna og vera best í.
Ég vil nota tækifærið og þakka Lilju Lange og Hafdísi Hrönn Björnsdóttur fyrir þeirra aðstoð við meistarflokksleiki undanfarin ár en þær hafa verið óþreytandi við að mæta og taka niður stigaskor í úrvalsdeildarleikjum og kunnum við virkilega vel að meta það. Lilja sem fyrrum blakiðkandi í neðri deildum og Hafdís sem er ennþá að þar.
Síðasta árið var síðasta aðskilda árið fjárhagslega séð milli meistaraflokka karla og kvenna því frá áramótum er allur rekstur meistaraflokkanna okkar sameiginlegur en öll umgjörð hefur verið sameiginleg í nokkur ár.
UNGIR LEIÐTOGAR – We lead volleyball: Þrátt fyrir vinsældir blaksins meðal stúlkna í Evrópu er áberandi gjá í leiðtogahlutverkum, þar sem konur eru í minnihluta sem; þjálfarar, stjórnarmenn og dómarar og er það sérstaklega viðvarandi erlendis og því hefur verið sett af stað verkefnavinna til að sporna við þessari þróun. We Lead Volleyball Together (WLVT) er verkefni sem er sett af stað með stuðningi Erasmus+ áætlunar Evrópusambandsins og hófst verkefnið í janúar 2024 og stendur til júní 2026 og þau lönd sem taka þátt í þessu auk Íslands eru Danmörk,Noregur og Holland. Sérsamböndin í löndunum fjórum hafa valið og eru að þjálfa 8 leiðbeinendur til að stjórna þessu verkefni með unglingunum. Leiðbeinendur félagsins munu velja og þjálfa 141 unga leiðtoga á aldrinum 16-20 ára (að minnsta kosti 60% konur); Stofnað verður alþjóðlegt samfélag ungra leiðtoga sem mun hlúa að leiðtogahæfileikum í framtiðinni. Það verða 34 viðburðir í klúbbum, skólum t.d. sem eru skipulagðir af þessum ungu leiðtogum með alls um 1.600 ungmennum á aldrinum 13-15 ára sem taka þátt . 14 menntaðar fyrirmyndir, fyrst og fremst kvenkyns, munu einnig taka þátt . Ísland ,Holland, Danmörk og Noregur taka þátt í þessu verkefni sem er stýrt frá Háskólanum í Den Haag og veita vísindalegan stuðning og fá allar þjóðir sömu verkefni til að vinna með í þessu tveggja ára ferli. Í þessu verkefni var blakdeildum á Íslandi boðið að skrá sig og beðið um amk 4 stúlkur og eða drengir á aldrinum 16-20 ára sem myndu skuldbinda sig í 2 ár. Stúlkurnar sem taka þá í þessu frábæra verkefni á vegum Aftureldingar eru: Harpa Valdís, Rakel Sif, Sigrún og Sunna Líf. Verkefnastjóri hér á landi er afreksstjóri BLI sem er okkar gamli þjálfari Borja. Hvert land velur “role model” eða fyrirmyndir í formi: sjálfoðaliða, dómara og afreksmanneskju í íþróttinni og allt kvenmenn. Hvert félag er einnig með mentor sem leiðir vinnu unglinganna og er það Thelma Dögg sem hefur tekið það að sér hjá okkur og sér um að fara í gegnum þennan skóla með stelpunum okkar. Gunna Stína, formaður blakdeildarinnar er fyrirmyndin sem sjálfboðaliði fyrir Íslands hönds í þessu verkefni og einnig er kvendómari frá Ísafirði og afreksmanneskja frá Þrótti Neskaupstað sem hefur spilað sem atvinnumanneskja erlendis í mörg á rog býr nú í Svíþjóð. Markmiðið er að efla ungar stúlkur og ungt fólk til að taka þátt í uppbyggingu og þjálfa þau l að leiða og starfa í íþróttahreyfingunni og efla þær til stjórnunarstarfa.
Okkar fólk er að standa sig ákaflega vel og bind ég persónulega miklar vonir við þetta verkefni og er ákaflega stolt af okkar fólki.
Markmiðasetning allra flokka er verkefni sem farið var af stað með s.l. haust og unnið markvisst að því að kenna iðkendum í öllum flokkum að setja sér markmið og hvernig á að vinna með þau . Fengin var styrkur frá UMSK og UMFÍ fyrir þessu verkefni sem er leitt af Thelmu Dögg Grétarsdóttur og er bæði einstaklingsmiðað sem og unnið með liðsheildina í öllum aldursflokkum.
Þjálfarar og uppbygging: Okkar fólk sem hefur verið valið í þjálfarateymi U-liðanna en Thelma Dögg Grétarsdóttir og Atli Fannar Pétursson voru með U17 drengja landsliðið og Daníela Grétarsdóttir var aðstoðarþjálfari U19 ára landsliðs kvenna.
Thelma Dögg og Atli Fannar fóru á vegum BLI á þjálfara ráðstefnu í september.
Neðri deildir: Íslandsmót Blaksambands Íslands í neðri deildum samanstanda af mótahaldi í 2.-7. deildum kvennamegi og þar eru 12 lið í deild. Karlamegin er 2.og 3.deild og 10-12 lið í deild. Auk þessa deilda er einnig spilaði í 1.deildum karla og kvenna og í þeim deildum er spilað heima og að heiman og 5 hrinu leikir.
Afturelding var með eitt lið í 2. deild kvk. eitt lið í 3.deild karla og og þrjú lið í 4.deild kvk fyrir utan unglingaliðin okkar sem tóku þátt á vegum BUR og spiluðu í 5. og 6.deildum kvenna. Leikið er á þremur helgum og fara fyrstu 2 helgarnar í það að skipta liðum í efri og neðri hluta. Þriðja helgin er svo úrslitahelgi um það hverjir fara upp um deild og hverjir fara niður um deild en í 12 liða deild eru það 3 lið sem fara upp og 3 liði sem falla. Annars eru það 2 lið ef færri lið eru í deild en 12 lið.
2.deild kvk: Afturelding Jr spilaði í A úrslitum og endaði í 6 sæti.
4.deild kvk: Afturelding DNA spilaði í A úrslitum og fór upp í 3.deild (3.sæti)
4.deild kvk: Afturelding Kaleo endaði í 9 sæti og hélt sér í deildinni.
4.deild kv: Afturelding GDRN endaði í 12.sæti og fór í 5.deildina.
Afturelding Steve Öxl er karlalið sem hefur bætt við sig iðkendum um ca 150% á síðustu mánuðum og spiluðu þeir í 3.deild karla og enduðu í 11.sæti eftir leiktíðina.
Að auki sendi Afturelding 4 kvennalið og eitt karllið á Öldungamót BLI þar sem yfir 150 lið tóku þátt.
Landsliðsfólkið okkar: Bæði karla-og kvennalið Íslands tóku þátt annað árið í röð í Silver league keppni Evrópu sem er undankeppni fyrir EM. Í A landsliði kvenna voru fulltrúar Aftureldingar: Rut Ragnarsdóttir, Thelma Dögg Grétarsdóttir, Tinna Rut Þórarinsdóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir.
Í A landsliði karla voru okkar fulltrúar:Atli Fannar Pétursson, Hafsteinn Már Sigurðsson, Hilmir Berg Halldórsson, Kristinn Benedikt Gross Hannesson og Sebastian Sævarsson Meyer. Fararstjóri kvennaliðsins var Einar Friðgeir Björnsson úr stjórn mfl ráðs blakdeildar og sjúkraþjálfari karlaliðsins var Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir sem er leikmaður í neðri deildum félagsins.
Viðburðir á vegum deildarinnar á leiktíðinni 2023-2024
BUR sá um Íslandsmót yngri flokka fyrri hluta, haustið 2023 og tókst það mjög vel og var það stórt mót. Gist var í Kvíslarskóla og borðað í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ en matráðurinn þar hefur verið okkur innan handar með mat handa mótsgestum á yngri flokka viðburðum undanfarin ár við miklar vinsældir blakara.
Í janúar 2024 sá meistaraflokksráð og leikmenn í úrvalsdeildum um helgarmót 2 á Íslandsmóti neðri deilda þar sem spilað var á 9 völlum frá laugardagsmorgni og fram yfir hádegi á sunnudegi. Leikmenn meistaraflokkanna sáu um alla dómgæslu og veitingasölu bæði inni í íþróttahúsinu sem og í Vallarhúsinu þar sem boðið var upp á heita mexíkóska súpu og pastasalat og brauð og hlaut mikið lof fyrir. Þetta er stórt mót og góð fjáröflun en heljar mikil vinna sem þó sparar okkar liðum í mótinu ferðakostnað þar sem Afturelding fær þær deildir sem okkar lið spila í og öll mótin eru haldin á höfuðborgarsvæðinu.
Þær deildir sem spiluðu á mótinu voru: 2. og 3.deild karla og 4.5.og 6.deildir kvenna.
MOSÖLD 2024 – Öldungamót BLI var haldið að Varmá í maí 2024. Þetta var risamót og í fjórða sinn sem Blakdeildin heldur Öldungamót BLI en í fyrsta skiptið sem við getum nýtt knattspyrnuhúsið Fellið undir blakvelli en settir voru upp 6 vellir þar.
Fimleikasalurinn var gerður að veitingahúsi og sáu foreldrar og börn og unglingar í BUR um alla veitingasölu á meðan á mótinu stóð. Mikil og góð samvinna milli deilda var í undirbúningi mótsins sem er gríðastórt verkefni og mjög skemmtilegt. Sér skýrsla var gerð eftir mótið og má finna hana hér og er að finna á heimasíðu BLI undir Öldungamót-fyrri mót.
Ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem að mótinu komu fyrir þeirra vinnu. Sérstakar þakkir fá þau sem tóku að sér að sitja í nefndum fyrir mótið. Þetta var flott mót svo eitt RISA TAKK
Í ágúst á hverju ári sér Blakdeild Aftureldingar um Afreks- og hæfileikabúðir BLI á höfuðborgarsvæðinu þar sem börnum af öllu landinu er boðið að koma og æfa undir stjórn landsliðsþjálfara. Boðið er upp á hádegismat báða dagana fyrir alla þátttakendur og fyrirlestra fyrir krakkana í formi fræðslu um hin ýmsu mál t.d. næringu og endurheimt.
Tindahlaup Mosfellsbæjar sem er orðið eitt af stærri utanvegahlaupum á landinu er samstarfsverkefni Blakdeildarinnar, Björgunarsveitarinnar Kyndlls og Mosfellsbæjar og er haldið í tenglum við bæjarhátíðina Í túninu heima í lok ágúst. Þetta er ákaflega mikilvæg fjáröflun fyrir starfið í úrvalsdeildum félagsins og skemmtileg fjáröflun þar að auki þó að veðrið hækki töluvert skemmtanastuðulinn.
Íþróttaskóli barnanna hjá Aftureldingu er verkefni sem blakdeildin hefur tekið að sér og rekið síðan haustið 2023. Yfirþjálfari íþróttaskólans er Valal, fyrrverandi styrktarþjálfari meistaraflokkanna okkar. Hún er einnig íþróttaakennari að mennt og í samvinnu við hana höfum við haldið úti íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 2-6 ára í Mosfellsbæ og er á laugardagsmorgnum í 11 skipti á hvorri önn. Henni til aðstoðar er blakarinn Inga Lilja Ingadóttir sem er að læra íþróttafræði. Verkefnið gengur ákaflega vel og hafa yngri börn innan blakdeildarinnar komið inn sem aðstoðarþjálfarar einnig, Foreldrar eru ánægðir með íþróttaskólann þar sem áhersla er lögð á æfingar huga og handa og samhæfingar í skemmtilegum þrautum og skemmtilega samveru með foreldrum.
Minningarmót Mundu er haldið ár hvert þann 30.nóvember á afmælisdegi Mundínu Ásdísar Kristinsdóttur sem lést langt fyrir aldur fram eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Munda var ein af þeim sem sem byrjuðu að spila blak og stofnuðu þar með Blakdeild Aftureldingar í upphafi. Innkoma á mótið á síðasta ári rann til Krafts.
Aftureldingarbúðin er rekin af blakdeildinni og er með ýmis konar varning merktu félaginu til sölu.
Styrktaraðilar blakdeildarinnar:
Bakki byggingarfélag er styrktaraðili blakdeildarinnar og er með merki sitt á skorklukkunni í salnum okkar.
JAKO sér liðunum fyrir búningum.
Ölgerðin er styrktaraðili deildarinnar og beinir blakdeildin öllum drykkjarpöntunum til þeirra.
Höldur – Bílaleiga Akureyrar er styrktaraðili sem veitir félaginu bílaleigubíla á betri kjörum en annars þekkist og er ákaflega mikilvægt þegar farið er út á land í keppnisferðir.
Mosfellsbakarí hefur látið okkur hafa bakkelsi handa leikmönnum eftir heimaleiki
Við erum ákaflega þakklát þeim sem vilja styrkja okkur og þessir styrkir skipta höfuðmáli fyrir rekstur deildarinnar.
Samvinna innan blakdeildarinnar er lykilatriði fyrir framgang og árangur, þar sem hún skapar sterkt samfélag sem nærir þátttakendur á öllum aldri og í öllum flokkum. Hér eru nokkrar ástæður fyrir mikilvægi samstarfs:
- Eflir samstöðu: Samvinna styrkir tengsl milli leikmanna, þjálfara og foreldra, sem skapar traust og jákvætt umhverfi.
- 2. Stuðlar að fjölbreytni: Þegar einstaklingar frá öllum flokkum og aldri vinna saman, blandast mismunandi reynsla og sjónarhorn, sem eykur frumkvæði og sköpun í deildinni.
- Hvetur til þátttöku: Góður starfsandi hvetur fleiri til að taka þátt , þar með taldið börn og unglingar sem öðlast innsýn í gildi hópavinnu og félagsþáttttöku.
- Aðstoðar við markmiðasetningu: Með samvinnu geta allir í blakdeildinni sameinast um að setja og ná markmiðum sem gagnast deildinni sem heild.
- Bætir samskipti : Öflug samvinna eykur færni í samskiptum sem er gagnleg bæði innan íþróttarinnar og utan hennar. Með sterku samstarfi getur blakdeildin orðið fyrirmynd fyrir íþróttahreyfinguna, stuðlað að heilbrigðum lífsstíl og samhengi á öllum stgum þátttöku. Þetta skiptir miklu máli fyrir velgengni í nútíð og framtíð.
Ég vil enda þessa skýrslu mina á því að höfða til allra hópa innan blakdeildarinnar okkar hvað varðar aðkomu að starfi deildarinnar því samstarf þvert á hópa og deildir er hornsteinn í starfi allra íþróttafélaga um allan heim og mikil fyrirmynd í samfélaginu fyrir okkar yngri iðkendur og vil ég því hvetja alla iðkendur l að taka þátt í þessu skemmtilega starfi.
Kærar þakkir til allra ykkar sjálfboðaliðanna sem takið þátt í starfinu með okkur. Án ykkar væri ekkert starf.
Fyrir hönd Blakdeildar Aftureldingar
Formaður Blakdeildar Aftureldingar
Ársskýrsla Barna- og unglingaráðs Blakdeildar
Inngangur
Árið 2024 var kraftmikið í barna- og unglingastarfinu hjá blakdeildinni. Haustið 2024 var farið í markvissar auglýsingar til að kynna starfið og skapa áhuga á blakinu. Í tengslum við það var boðið upp á fríar prufuæfingar út september, sem skilaði sér í fjölgun iðkenda, sérstaklega í U14 og U12 hópunum. Þrátt fyrir að sex stelpur færðust úr U14 yfir í eldri hópana, hélt hópurinn áfram að vaxa og eru nú 19 stelpur skráðar á æfingar. Einnig varð góð fjölgun í U12 hópnum, sem lofar mjög góðu fyrir næstu ár.
Á sama tíma þurfti að hætta við æfingar fyrir U10 hópinn þar sem engin skráning barst í þann aldursflokk. Stefnt er að því að endurvekja þann hóp á næsta æfingatímabili og vinna markvisst að því að ná inn yngri iðkendum til að tryggja stöðugan vöxt í gegnum aldursflokkana.
Áhyggjuefni er áfram hversu fáir strákar skrá sig í blak. Við erum með þrjá mjög efnilega stráka í U12 sem færast upp í U14 haustið 2025, en til að tryggja framtíðina í drengjastarfi þarf að ná inn fleiri iðkendum. Strákarnir í U20 hópnum eru fáir og höfum við þurft að treysta á meistaraflokksleikmenn til að geta teflt fram liði í 1. deild karla.
Þrátt fyrir þessar áskoranir er barna- og unglingastarfið í blaki á góðri siglingu. Iðkendur hafa sýnt mikinn áhuga, dugnað og framfarir á árinu, og þjálfarateymið unnið markvisst að því að skapa öruggt og hvetjandi umhverfi. Við lítum stolt til baka yfir árið og hlökkum til að byggja enn frekar á því sem hefur tekist vel.
Helstu upplýsingar
- Stjórn BUR
- Janúar – maí 2024:
Sigurgeir Hallgrímsson – formaður
Arnar Þór Hafþórsson – gjaldkeri
Ólöf Birna Ólafsdóttir – ritari
Pimpernel Verwijnen – meðstjórnandi
Þórhallur Sölvi Bárðarson – meðstjórnandi
- Ágúst – desember 2024:
Ólöf Birna Ólafsdóttir – formaður
Sigurgeir Hallgrímsson – gjaldkeri
Súsanna Finnbogadóttir – ritari
Pimpernel Verwijnen – meðstjórnandi
Þórhallur Sölvi Bárðarson – meðstjórnandi
Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir – meðstjórnandi
- Flokkar og iðkendur
- Janúar – maí 2024:
- U20 / 1.deild + 5.deild kvenna – 16 iðkendur
- U20 / 1.deild karla – 11 iðkendur
- U14/16 kvenna – 14 iðkendur
- U12 blandað – 11 iðkendur
Athugið að skráningartölur yfir iðkendur eru teknar úr Abler í lok janúar 2024 en iðkendum fjölgaði jafnt og þétt yfir æfingatímabilið. Samtals voru 52 iðkendur skráðir í lok janúar 2024.
- Ágúst – desember 2024:
- U20 / 1.deild + 5.deild kvenna – 18 iðkendur
- U20 / 1.deild karla – 8 iðkendur
- U16/18 kvenna – 10 iðkendur
- U14 kvenna – 19 iðkendur
- U12 blandað – 14 iðkendur
Athugið að skráningartölur eru teknar miðað við byrjun desember 2024. Samtals voru 68 iðkendur skráðir í byrjun desember 2024.
- Æfingar flokka
- Janúar – maí 2024:
- U20 / 1.deild + 5.deild kvenna – 4 æfingar á viku + 1 styrktaræfing
- U20 / 1.deild karla – 4 æfingar á viku + 1 styrktaræfing
- U14/16 kvenna – 3 æfingar á viku
- U12 blandað – 3 æfingar á viku
- Ágúst – desember 2024:
- U20 / 1.deild + 5.deild kvenna – 4 æfingar á viku + 1 styrktaræfing
- U20 / 1.deild karla – 4 æfingar á viku + 1 styrktaræfing með mfl. karla
- U16/18 kvenna – 4 æfingar í viku + 1 styrktaræfing
- U14 kvenna – 3 æfingar í viku (ein lengri æfing með styrk)
- U12 blandað – 3 æfingar í viku
- Yfirþjálfarar
Árið 2024 markaði ákveðin tímamót í þjálfaramálum barna- og unglingastarfsins. Fyrri hluta ársins, frá janúar fram í maí, var Ana Maria Vidal Bouza (Valal) starfandi yfirþjálfari BUR. Valal hafði yfirumsjón með öllu yngri flokka starfinu, þar með talið samskiptum við þjálfara, æfingaáætlunum og samræmingu milli flokka. Hún sinnti einnig utanumhaldi um skráningu iðkenda, sem létti verulega á sjálfboðaliðastarfi ráðsins. Starf Valal var afar mikilvægt og henni er þakkað kærlega fyrir ómetanlegt framlag til BUR undanfarin ár.
Þau tímamót urðu í lok tímabilsins 2023–2024 að Valal lét af störfum, og í hennar stað tók Atli Fannar Pétursson við sem yfirþjálfari í ágúst. Með þessum breytingum var jafnframt tekin ákvörðun um að stækka hlutverk yfirþjálfara og ráða í stöðuna á ársgrundvelli, ekki aðeins yfir æfingatímabilin eins og áður hafði verið. Þetta skref markar mikilvæga þróun í starfi deildarinnar og tryggir meiri samfellu, fagmennsku og eftirfylgni í öllu yngri flokka starfinu.
Atli Fannar gegnir nú lykilhlutverki í skipulagi og samhæfingu æfinga, hann er einnig styrktarþjálfari allra flokka og aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Það að hafa yfirþjálfara í fullu starfi allt árið um kring styrkir innviði BUR og gerir félaginu kleift að halda áfram að byggja markvisst og faglega upp barna- og unglingastarf sem stenst bæði gæðakröfur og væntingar iðkenda og foreldra.
Við hvetjum til áframhaldandi fjárfestingar í þjálfarastarfinu og lítum svo á að það sé lykilatriði í því að halda áfram að efla blakið sem valkost fyrir ungt fólk í Mosfellsbæ.
- Þjálfarar
- Janúar – maí 2024:
- U20 / 1.deild + 5.deild kvenna – Atli Fannar Pétursson
- U20 / 1.deild karla – Matias Ocampo Ulloa
- U14/16 kvenna – Hafsteinn Már Sigurðsson
- U12 blandað – Hafsteinn Már Sigurðsson
- Ágúst – desember 2024:
- U20 / 1.deild – Atli Fannar Pétursson
- U20 / 1.deild karla – Bartek
- deild kvenna – Daníela Grétarsdóttir
- U16/18 kvenna – Daníela Grétarsdóttir
- U14 kvenna – Inga Lilja Ingadóttir
- U12 blandað – Atli Fannar Pétursson + aðstoðarþjálfarar
- Árangur í keppnum og mótum
Á árinu 2024 var árangur barna- og unglingaliða Aftureldingar góður og héldu liðin áfram að bæta frammistöðu sína á hverju móti sem þau tóku þátt í. Sérstaklega ber að nefna að Afturelding B varð Íslandsmeistarar B-liða árið 2024, sem er frábært árangur og vitnisburður um öflugt starf innan deildarinnar.
Annað
Mót að Varmá
Íslandsmót yngri flokka að hausti var haldið að Varmá og tókst einstaklega vel. Alls tóku 46 lið þátt í mótinu í flokkum U12, U14 og U16. Afturelding tók þátt í mótinu með tvö lið í U12 og eitt lið í U14. Gist var í Varmárskóla fyrir lið utan að landi og þar var einnig boðið upp á mat fyrir þátttakendur. Fjölmargir sjálfboðaliðar komu að mótinu – foreldrar, iðkendur BUR og leikmenn meistaraflokks lögðu allir sitt af mörkum við dómgæslu, sjoppu, uppsetningu valla og umsjón í skólanum.
Þátttaka foreldra var sérstaklega eftirtektarverð og ber að nefna hana sérstaklega, þar sem slíkt mót væri ómögulegt án öflugs liðs í kringum framkvæmdina. Slík samstaða er ómetanleg og skilar sér beint í öflugu og faglegu móti.
Það er einnig rétt að nefna að Íslandsmótið er ein af stærstu tekjuöflunum BUR þegar það lendir hjá okkur og skiptir miklu fjárhagslegu máli fyrir starfið.
Bikarmót U14 og U20 fór fram í desember 2024, einnig að Varmá. Spilað var á níu völlum og gist var í Kvíslárskóla. Mótið gekk afar vel í alla staði. Sérstaklega ber að nefna hvað gekk hratt og vel að ganga frá að loknu móti – meðal annars var hægt að skila sal 1 og 2 á undan áætlun, sem sýnir hversu vel allt skipulag og samvinna tókust til.
Landslið
Einn iðkandi innan Aftureldingar var í landsliðum Íslands árið 2024. Sunna Rós Sigurjónsdóttir var bæði í U17 og U19 landsliði kvenna.
Markmiðasetning með Thelmu Dögg
Á árinu 2024 unnu iðkendur blakdeildar Aftureldingar með Thelmu Dögg Grétarsdóttur, leikmanni meistaraflokks deildarinnar, í verkefni sem snéri að markmiðasetningu. Verkefnið innihélt einstaklings- og hópfundi þar sem Thelma gaf þátttakendum verkfæri til að bæta andlega færni, bæta sjálfstraust og setja raunhæf markmið. Blakdeild Aftureldingar gaf öllum iðkendum litla glósubók merkta félaginu til þess að nýta í þessu spennandi verkefni.
Dómaranámskeið
BUR hélt dómaranámskeið í lok nóvember 2024 til að bregðast við breyttum reglum BLÍ, þar sem yngri iðkendur dæma nú á mótum.
Horft til ársins 2025
Barna- og unglingaráð blakdeildarinnar horfir björtum augum til haustsins 2025 með skýra framtíðarsýn og áframhaldandi metnað í uppbyggingu starfsins.
Haustið 2025 taka gildi breytingar á skipulagi aldurshópa þar sem iðkendur eldri en 20 ára færast yfir í starf neðri deilda félagsins. Með þessari breytingu skýrist verkaskipting og hlutverk barna- og unglingaráðs og stuðlar hún að betra flæði milli aldurshópa og eðlilegri framvindu í ferli ungra blakara innan félagsins.
Við höldum áfram að leggja áherslu á góða æfingatíðni og markvissa þjálfun í öllum aldurshópum. Við munum halda áfram að leggja sérstaka áherslu á styrktarþjálfun hjá yngri iðkendum, sem hófst sem fastur liður árið 2024. Hún hefur þegar sýnt sig sem mikilvægur þáttur í því að bæta líkamlega færni og styrk og draga úr líkum á meiðslum. Með markvissri styrktarþjálfun viljum við styrkja grunninn sem unga blakfólkið okkar byggir á til framtíðar.
Sumarið 2025 verður einnig spennandi tími, þar sem við bjóðum upp á sumarnámskeið í blaki fyrir börn í 1.–4. bekk, auk þess sem við höldum í fyrsta sinn sérstök sumarnámskeið fyrir eldri iðkendur í hópum U12, U14, U16/18 og U20. Þessi nýjung gerir iðkendum kleift að viðhalda leikni og formi yfir sumartímann og styrkir þá sem íþróttafólk – bæði tæknilega og líkamlega. Slík samfella í þjálfun er mikilvægur þáttur í langtímauppbyggingu og endurspeglar aukna fagmennsku í starfi félagsins, sem nú hefur yfirþjálfara í fullu starfi yfir allt árið.
Einnig langar okkur til að bæta við æfingaleikjum og skemmtimótum fyrir yngri iðkendur, sérstaklega U12 og U14, til að gefa þeim tækifæri til að keppa oftar. Þetta er mikilvægt fyrir þroska þeirra og færni, og mun stuðla að því að þau fái enn frekari reynslu af keppnisumhverfi og vaxi sem leikmenn.
Að lokum er stefnan sett á að endurvekja æfingaferð erlendis fyrir U16 flokkinn árið 2026. Til að slíkt verkefni verði að veruleika þurfum við að huga vel að fjármögnun og mun ráðið vinna markvisst að fjáröflunum í samstarfi við foreldra og iðkendur.
Við hlökkum til nýs starfsárs, nýrra verkefna og áframhaldandi vaxtar og þróunar í barna- og unglingastarfinu hjá Aftureldingu.