Blakdeild

Iðkendur hjá Blakdeild Aftureldingar koma úr öllum aldurshópum og því má segja að deildin sé ein stór lýðheilsudeild. Yngstu iðkendurnir sem æfðu á síðasta ári var U12 hópurinn og elstu iðkendurnir eru karla-og kvennaliðin okkar sem taka þátt í Íslandsmóti neðri deilda og á Öldungamóti BLI en sá hópur samanstendur af iðkendum frá 22ja ára aldri.   Síðan erum við með afreksfólkið okkar sem spilar í úrvalsdeildum Íslandsmótsins og landsliðsfólkið okkar, bæði í  A -liðum Íslands sem og unglingalandsliðunum.  

Úrvalslið ársins: Þar átti Afturelding besta kantsmassarann karlamegin sem var Roman Plankin og einnig besta íslenska leikmanninn sem var Hafsteinn Már Sigurðsson sem hélt utan í atvinnumennsku til Svíþjóðar í haust.

Kvennamegin áttum við 4 leikmenn í liði ársins: Uppspilarann: Daníela Grétarsdóttir, díó: Thelma Dögg Grétarsdóttir, miðja: Valdís Unnur Einarsdóttir og frelsinghann: Rut Ragnarsdóttir. Besti íslenski leikmaður deildarinnar  var einnig úr Aftureldingu sem var Thelma Dögg Grétarsdóttir. 

Blakdeild Aftureldingar fékk félagsverðlaun fyrir umgjörð leikja í Unbrokendeildunum einnig eftir leiktíðina. 

LESA MEIRA

Félagsmenn Blakdeildar

0
FÉLAGAR
0,7%
KONUR
0,3%
KARLAR

Stjórn Blakdeildar
2024-2025

LESA MEIRA