Skýrsla stjórnar

Aðalfundur badmintondeildar Aftureldingar var haldinn mánudaginn 15. apríl 2024. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf og kosning stjórnar.

Stjórn

Ný stjórn var kosin á fundinum og skipti hún með sér verkum. Ný stjórn var sem hér segir:

  • Jónatan Þór Jónasson – Formaður
  • Inga María Ottósdóttir – Gjaldkeri
  • Halldór Magni Þórðarson – Meðstjórnandi
  • Sigurður Karl Ottósson – Meðstjórnandi
  • Einar Örn Þórisson – Meðstjórnandi
  • Gunnar Geir Pétursson – Meðstjórnandi
  • Viktor Þórir Ström – Meðstjórnandi

Fyrsta verk nýrrar stjórnar var að setja á fót mótanefnd. Í henni eru þau Þorvaldur Einarsson, Arnar Freyr Bjarnason og Sunna Brá Stefánsdóttir.

Hlutverk mótanefndar er að sjá um allt skipulag í kringum mótahald badmintondeildar Aftureldingar, en deildin er með eitt mót á haustönn og eitt á vorönn.

Þá var stofnuð skemmtinefnd og í henni eru Sunna Karen Ingvarsdóttir og Arndís Sævarsdóttir.

Hlutverk skemmdinefndar er að skipuleggja og sjá um félagslega viðburði utan æfinga.

Þjálfarar

Þjálfarar deildarinnar á vorönn voru Árni Magnússon (yfirþjálfari), Andrés Ásgeir Andrésson og Bjarni Sverrisson. Aðstoðarþjálfarar voru Anna Bryndís Andrésdóttir, Sunna María Ingólfsdóttir og Sigurjón Guðmundsson

Breytingar urðu á þjálfarateymi á haustönn en Sara Jónsdóttir kom inn sem þjálfari fyrir keppnishóp. Anna Margrét Guðmundsdóttir er með U9-U11-U13 á þriðjudögum. Arnar Freyr Bjarnason er með U13 og unglinga á fimmtudögum og Einar Örn Þórsson með fullorðna á fimmtudögum. Þá bættist við aðstoðarþjálfari Grímur Björnsson.

Æfingar og iðkendur

Badmintondeild Aftureldingar samanstóð af 6 hópum, U9, U11, U13, U15-19, fullorðinshóp og meistaraflokk.

Á vorönn voru skráðir 49 iðkendur í U9-U19 hópana, og 38 í fullorðinshóp og meistaraflokk. Á haustönn voru skráðir 54 iðekndur í U9-19 hópana, og 41 í fullorðinshóp og meistaraflokk.

U9 hópurinn var með fastan tíma 2x í viku, U11 2x í viku, U13 3x í viku og U15-U19 4x í viku. Fullorðinshópurinn var með fasta tíma 2x í viku með þjálfara og kúlum en meistaraflokkurinn hafði aðgang að sömu tímum auk þess að vera með auka æfingatíma 2x viku, samtals 4x í viku

Starfsemin

Árið hjá badmintondeildinni hefur verið viðburðarríkt hvað mótamál varðar og hafa bæði yngri og eldri iðkendur verið dugleg að mæta í þau mót sem hafa verið haldin á vegum annarra badmintonfélaga sem og badmintonsambands Íslands.

Vorönn

Í febrúar var haldið unglingamót Aftureldingar, en alls tóku 115 einstaklingar þátt í mótinu.

Farið var í æfinga- og keppnisferð til Færeyja í byrjun maí með 19 ungmenni úr hópum U9 og upp í U17.

Mikil ánægja var með ferðina sem heppnaðist vel, skipulagðar voru æfingar með Havnar Badminton félag (HBF), sem einnig setti upp innanfélagsmót sem Afturelding tók þátt í. Aðstandendur og iðkendur hafa rætt um áhuga á því að gera slíkar ferðir að reglulegum viðburð.

Vorönn deildarinnar endaði á lokahófi fyrir U9-U19 í Lágafelli með pizzum og sprelli. Góður árangur var á mótum á vorönn, en helst bera að nefna:

  • Meistaramót TBR
    • Inga María og Sunna Karen fengu gull í Deild Tvíliða kvk
    • Einar Örn og Sunna Karen fengu gull í Deild Tvenndarleikur
    • Einar Örn og Kristján Hrafn fengu silfur í Deild tvíliða kk
  • Óskarsmót KR
    • Einar Örn og Halldór Magni fengu gull í Deild Tvíliða kk
    • Einar Örn og Arndís fengu gull í Deild Tvenndar
  • Reykjarvíkurmót fullorðinna
    • Elís Tor og Margrét Dís fengu gull í Deild Tvenndar
    • Einar Örn og Kristján hrafn fengu silfur í Deild Tvíliða kk
    • Anna Bryndís og Eva Ström fengum silfur í Deild Tvíliða kvk
    • Egill Þór fékk silfur í Deild Tvenndar ásamt meðspilara Elín Wang
  • Meistaramót Íslands
    • Arndís og Inga María fengu gull í Deild Tvíliða kvk
    • Alexander fékk silfur í Deild Einliða kk
    • Gauti og Tolli fengu silfur í Deild Tvíliða kk
    • Elis Tor og Margrét Dís fengu silfur í Deild Tvenndar

Þá er ótalið góð þátttaka og frábær árangur yngri iðkenda í mótum á vorönn.

Haustönn

Að venju byrjar haustið á Meistaramóti UMFA í Varmá, alls tóku 82 einstaklingar þátt í mótinu. Fleiri þjálfarar skiptu með sér verkum fyrir U9-19 hópana, og Meistaraflokkur æfir nú einusinni í viku undir leiðsögn þjálfara.

Víxlað var tímum Meistaraflokks og fullorðinshóps á miðvikudögum og fimmtudögum þannig að Meistarflokkur væri að æfa samhliða U15-U19 á miðvikudagskvöldum.

Með þessu gafst þjálfurum tækifæri til að bjóða einstaklingum í U15-U19 að æfa með eða spila við einstaklinga í Meistaraflokk.

Eins og áður voru iðkendur duglegir við að taka þátt mótum, og helsti ber að nefna:

  • Meistaramót UMFA
    • Sunna Karen fékk gull í Deild Einliða kvk
    • Elís Tor fékk gull í Deild Tvíliða kk ásamt meðspilara Davíð Örn
    • Sunna Brá fékk silfur í Deild Tvíliða kvk ásamt meðspilara Erlu Rós
    • Sunna Karen og Tolli fengu silfur í Deild Tvenndar
    • Einar Örn og Arndís fengu silfur í Deild Tvenndar
  • TBR Opið
    • Arnar Freyr fékk gull í Deild Einliða kk
    • Arnar Freyr og Halldór Magni fengu gull í Deild Tvíliða kk
    • Andrés (Addi) og Anna Bryndís fengu gull í Deild Tvenndar
    • Anna Bryndís fékk silfur í Deild Einliða kvk
    • Einar Örn fékk silfur í Deild Tvíliða kk ásamt meðspilara Bjarna Þór
    • Arndís fékk silfur í Deild Tvíliða kvk ásamt meðspilara Sigrúnu M.
    • Anna Bryndís og Eva Ström fengu silfur í Deild Tvíliða kvk
  • Meistaramót ÍA
    • Anna Bryndís fékk gull í Deild Einliða kvk
    • Halldór Magni og Inga María fengu gull í Deild Tvenndar
    • Eva Ström fékk silfur í Deild Einliða kvk
    • Gauti og Anna Bryndís fengu silfur í Deild Tvenndar
    • Gauti fékk silfur í Deild Tvíliða kk ásamt meðspilara Magnúsi Bjarka
    • Inga María fékk silfur í Deild Tvíliða kvk ásamt meðspilara Erlu Rós
    • Tolli og Arndís fengu silfur í Deild Tvenndar
  • Íslandsmót Öldunga
    • Þórarinn Heiðar fékk gull í Einliðaleik kk 35-54
    • Egill Þór fékk gull í Einliðaleik kk 65+
    • Egill Þór fékk gull í Tvíliðaleik kk 55+ ásamt meðspilara Gylfa
    • Andrés og Sigurjón fengu gull í Tvíliðaleik kk 35-44
    • Inga María fékk gull í Tvíliðaleik kvk ásamt meðspilara Sigrúnu
    • Halldór Magni og Þórarinn Heiðar fengu silfur í Tvíliðaleik kk 45-54 Þá er ótalið góð þátttaka og frábær árangur yngri iðkenda í mótum á haustönn.
Aðstaðan

Badmintondeildin hefur verið með æfingar bæði að Íþróttamiðstöðinni að Varmá í sal 1 og 2, þar sem hægt er að hafa 7 velli í hvorum sal, og Íþróttahúsinu í Lágafelli, þar sem hægt er að setja upp 4 velli.

Til stóð að Badmintondeildin myndi flytja æfingar í nýtt íþróttahús við Helgafellsskóla í upphafi haustannar.

Vegna seinkun á afhendingu hússins var því fyrst frestað fram á miðja önn, og svo til byrjun ársins 2025.

Stjórn og þjálfarar badmintondeildarinnar, í samvinnu með Aftureldingu og Mosfellsbæ, hafa unnið að því að útfæra skipulag á æfingum í Helgafelli þegar aðstaðan verður tilbúin.

Fjármál

Badmintondeild Aftureldingar stendur vel hvað fjármálin varðar og hefur það verið svo undanfarin ár. Eiginfjárstaðan er góð og hafa tekjur deildarinnar staðið undir útgjöldum s.l. ár. Deildin hefur ekki verið að taka þátt í fjáröflunum en iðkendur hafa þó verið að taka þátt í fjáröflunum á vegum Aftureldingar. Tekjur deildarinnar samanstanda aðallega af æfingagjöldum, framlögum og styrkjum ásamt tekjum af mótahaldi. Stærsti útgjaldaliðurinn er laun og verktakagreiðslur, áhalda- og tækjakaup (aðallega fjaðraboltar) ásamt þátttöku í mótum.

Framtíðarstefna

Framtíðarstefna deildarinnar hefur verið svipuð undanfarin ár en hún er að breiða út íþróttina, fjölga iðkendum og lágmarka brottfall í barna- og unglingastarfinu sérstaklega. Þá hefur það einnig verið ákveðið markmið að auka gæði í þjónustu deildarinnar, bæði hvað varðar þjálfunarstarfið en einnig hvað varðar aðstöðuna og æfingatíma. Félagslegi þátturinn hefur einnig verið mikið í umræðunni og hefur stjórnin rætt mikið um að vilja virkja iðkendur í að skipuleggja viðburði fyrir hópana til að hrista fólk saman. Hluti af félagslega þættinum ekki síður en þjálfunarstarfinu er að fara í æfingaferðir með krakkana.

F.h. stjórnar

Jónatan Þór Jónasson formaður