Badmintondeild

Árið hjá badmintondeildinni hefur verið viðburðarríkt hvað mótamál varðar og hafa bæði yngri og eldri iðkendur verið dugleg að mæta í þau mót sem hafa verið haldin á vegum annarra badmintonfélaga sem og badmintonsambands Íslands.

Badmintondeildin hefur verið með æfingar bæði að Íþróttamiðstöðinni að Varmá í sal 1 og 2, þar sem hægt er að hafa 7 velli í hvorum sal, og Íþróttahúsinu í Lágafelli, þar sem hægt er að setja upp 4 velli.

Félagslegi þátturinn hefur einnig verið mikið í umræðunni og hefur stjórnin rætt mikið um að vilja virkja iðkendur í að skipuleggja viðburði fyrir hópana til að hrista fólk saman. Hluti af félagslega þættinum ekki síður en þjálfunarstarfinu er að fara í æfingaferðir með krakkana.

LESA MEIRA

Félagsmenn Badmintondeildar

0
FÉLAGAR
0,7%
KONUR
0,3%
KARLAR

Stjórn Badmintondeildar
2024-2025

LESA MEIRA

Ársreikningur Badmintondeildar