Skýrsla formanns
Árið 2024 einkenndist af áframahaldandi framfaraskrefum félagsins utan og innan vallar. Utan vallar voru stór skref tekin í uppbyggingu mannauðs og innviða. Einar Ingi Hrafnsson tók við sem framkvæmdarstjóri og ráðinn var rekstrarstjóri, Þórdís María Aikman, í fullt starf á skrifstofu félagsins sem starfar með framkvæmdarstjóra og íþróttafulltrúa, Hönnu Björk Halldórsdóttur. Lagning á nýju gervigrasi á aðalvelli félagsins og uppbygging nýs frjárlsíþróttavallar hófst og áframhaldandi samtal um þróun og hönnun þjónustubyggingu og stúku héldu áfram, framkvæmda sem lengi hefur verið beðið eftir og félagið leggur áherslu á að hefjist sem allra fyrst.
Stöðugleiki einkennir fjölda iðkenda. Knattspyrnudeildin er stærst deilda með um 32% iðkenda, þá kemur fimleikadeildin með 29% og handknattleiksdeildin með 14%. Samtals voru um áramót iðkendur 1.858 á aldrinum 4 – 18 ára í 11 deildum. Heildarfjöldi iðkenda á árinu 2024 var 2947.
Rekstur félagsins stendur vel og var í upphafi árs 2025 skrifað undir nýjan rekstrarsamning við Mosfellsbæ. Um er að ræða tímamótasamning sem festir í sessi nýtt starfsgildi á skrifstofu sem félagið hefur lengi barist fyrir.
Þetta tæpa ár á formannsstóli hefur verið mikill persónulegur heiður. Afturelding á og mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mér og það eru forréttindi að geta gefið til baka til félagsins. Fyrst sem iðkandi, síðar leikmaður, þjálfari og nú formaður. Áfram mun það vera megin áhersla mín að efla innviði og aðstöðu félagsins, þjónustu við félagsmenn og félagsmenningu. Okkar mesti styrkur liggur í hvort öðru.
Áfram Afturelding
Ásgeir Jónsson, formaður Aftureldingar

Félagsmenn Aftureldingar
wdt_ID | Deild | Fjöldinn | Fjöldi | Hlutfall | KK | KVK | KK hlutfall | KVK hlutfall |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Knattspyrnudeild | 638 | 638 | 28,6 | 414 | 224 | 64,9 | 35,1 |
2 | Fimleikadeild | 499 | 499 | 22,4 | 129 | 370 | 25,9 | 74,1 |
3 | Handknattleiksdeild | 299 | 299 | 13,4 | 197 | 102 | 65,9 | 34,1 |
4 | Blakdeild | 132 | 132 | 5,9 | 40 | 92 | 30,3 | 69,7 |
5 | Taekwondodeild | 95 | 95 | 4,3 | 67 | 28 | 70,5 | 29,5 |
6 | Körfuknattleiksdeild | 141 | 141 | 6,3 | 127 | 14 | 90,1 | 9,9 |
7 | Karatedeild | 55 | 55 | 2,5 | 35 | 20 | 63,6 | 36,4 |
8 | Frjálsíþróttadeild | 53 | 53 | 2,4 | 20 | 33 | 37,7 | 62,3 |
9 | Badmintondeild | 83 | 83 | 3,7 | 55 | 28 | 66,3 | 33,7 |
10 | Sunddeild | 113 | 113 | 5,1 | 50 | 63 | 44,2 | 55,8 |
